top of page
Halli.jpg

1.sæti

Haraldur Þór Jónsson

Ég býð mig fram sem oddvitaefni Samvinnulistans og sækist eftir því að starfa sem sveitastjóri að kosningum loknum.  

Það eru mikil forréttindi að geta búið og stundað vinnu í sveit.  Ég vill horfa til framtíðar og vinna að því að nýta þau tækifæri sem eru í sveitinni okkar til að efla atvinnu og búsetuskilyrði.  Ég tel að með ábyrgri stjórnun og skýra stefnu eigum við að geta eflt sveitarfélagið og bætt þjónustu. 


Ég á auðvelt með að vinna með fólki og tel mig geta náð miklum árangri í að bæta samfélagið sem við búum í.  Ég tel að sú reynsla sem ég hef muni nýtast vel við stjórnun sveitarfélagsins og hef ég mikinn eldmóð til að takast á við verkefnin sem framundan eru og bæta okkar góðu sveit.

Ég er 45 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík.  Gekk í Hólabrekkuskóla og fór þaðan á íþróttabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég var snemma kominn út í eigin rekstur og hef í dag tæplega 25 ára reynslu af fyrirtækjarekstri.  Síðustu tvö ár hef ég bætt við mig í námi. Ég útskrifaðist af verk- og raunvísindadeild Keilis og stunda núna nám í Byggingafræði í Háskólanum í Reykjavík samhliða vinnunni.   

Við hjónin keyptum jörðina Hraunvelli haustið 2014 og fluttum hingað í sveitina rétt fyrir jólin það ár.  Við þekktum engan í sveitarfélaginu en fengum ótrúlega góðar móttökur og hér höfum við eignast marga góða vini.  Við fórum strax í að byggja upp okkar eigin rekstur á Hraunvöllum og opnuðum gistingu fyrir ferðamenn sumarið 2017.  Fyrirtæki okkar hjónanna fékk fyrirmyndafyrirtækis viðurkenningu árið 2020 og höfum við byggt upp stöndugt og vel rekið fyrirtæki.  Ég hef á síðustu árum komið að fjölda verklegra framkvæmda í sveitarfélaginu okkar, bæði veituframkvæmdum og  byggingaframkvæmdum og hef því mikla reynslu á því sviði. 

Ég gekk í Oddfellow regluna árið 2007 og er í dag í stúku nr. 28 Atla á Selfossi.  Einnig er ég í Lionsklúbbnum Dynk.

1.sæti: Team

©2022 samvinnulistinn.

bottom of page