SAMVINNULISTINN
X-L
4. sæti
Andrea Sif Snæbjörnsdóttir
Ég heiti Andrea Sif Snæbjörnsdóttir og er 34 ára gömul. Ég bý á Hlemmiskeiði með eiginmanni mínum Árna Má og drengjunum okkar þrem. Ég flutti hingað í sveitina 12 ára gömul en þar á undan bjó ég á Ljósafossi. Árið 2010 útskrifaðist ég sem sveinn í Hársnyrtiiðn. Í dag stunda ég nám við Háskólann á Akureyri í Kennarafræði ásamt því að starfa í Þjórsárskóla sem leiðbeinandi og stuðningsfulltrúi.
Ég er að bjóða mig fram til sveitastjórnakosninga vegna þess mig að langar að efla atvinnu uppbygginu í sveitafélaginu. Einnig langar mig að gera sveitarfélagið enn fjölskylduvænna. Þar sem ég á börn á aldrinum 4 - 13 ára þá finnst mér að það mætti koma betur á móts við barnafjölskyldur, hvort sem það á við leik- og grunnskóla eða afþreyingu.
