SAMVINNULISTINN
X-L

5. sæti
Gunnhildur Valgeirsdóttir
Ég heiti Gunnhildur Fjóla Valgeirsdóttir, 54 ára íbúi í Áshildarmýri. Verðandi eiginmaður minn er Hilmar þór Bryde, löggiltur fasteignasali.
Við erum rík af farsælum börnum og barnabörnum. Ég er kerfisfræðingur TVÍ að mennt og hef lengi komið að þjónustu og sölu á dk hugbúnaði ásamt annari ráðgjöf varðandi vélbúnaðar og hugbúnaðarlausnir. Ég á og rek fyrirtækið Retis lausnir ehf
Ég tengdist sveitinni hér ung og sumum ykkar líka þegar foreldrar mínir unnu við sundlaugina í Þjórsárdal frá því að ég var 5 ára. Ég vann sem unglingur einnig hér uppi í Búrfelli hjá Landsvirkjun. Hilmar var í sveit hér ásamt bróður sínum.
Sveitin hefur tosað í okkur og eins og áður er sagt búum við í Áshildarmýri þar sem við höfum verið að byggja okkur upp heimili síðan 2020. Þeir sem þekkja mig eru vanir fjölbreyttu dýralífi í kring um mig.
Ég tel okkur geta gert góða sveit betri og er tilbúin að taka þátt í uppbyggingu eftir þörfum verði mér treyst til.