SAMVINNULISTINN
X-L

6. sæti
Vilmundur Jónsson
Ég er 33 ára, fæddur og uppalinn í Skeiðháholti 1, Skeiða- og Gnúpverjahrepp en í dag bý ég í Brautarholti ásamt Tönju Rún dýralækni.
Ég er vélfræðingur að mennt og starfa sem slíkur hjá Landsvirkjun á Þjórsár og Tungnár svæði. Ég hef starfað við hin ýmsu störf frá unga aldri, aðallega í véltækni og landbúnaði, bæði á sjó og landi, hef ferðast víða og er kominn með góða reynslu á þessum vettvangi.
Við búum í frábærri sveit og mér finnst mikilvægt að í henni séu tækifæri fyrir okkur til að byrja að búa og starfa við góð lífskjör og jafnrétti.
Ég er alinn upp við búskap og vil efla landbúnað í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Í hreppnum eru margar frábærar bújarðir og víða sóknarfæri sérstaklega m.t.t umhverfismála og aukinnar atvinnusköpunar.
Ég hef mikinn áhuga náttúru, tækni og vísindum. Ég vil sækja fram í þeim málum en stöðnun er afturför því heimurinn er á fleygiferð.
Með meiri samstöðu getum við gert þessa sveit að fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög og í fararbroddi hvað lífsgæði varðar.