top of page
Jökull.jpg

7. sæti

Ísak Jökulsson

Ísak Jökulsson heiti ég og verð þrítugur núna í vor.

Ólst upp á sveitabænum Ósabakka upp að 13 ára aldri en þá flutti ég á Selfoss. Hef alltaf verið með annan fótin í sveitinni þar sem pabbi minn var og er bóndi. Nú er ég alveg fluttur heim og er hægt og rólega að taka við búskap á Ósabakka 1.


Ég er útskrifaður frá Landbúnaðarháskóla Íslands með BS í búvísindum og er líka búfræðingur. Kærastan mín, sem er ættuð frá Fellskoti í Bláskógabyggð, stundar nám við dýralækningar í Slóvakíu og heitir Sóley Erna Sigurgeirsdóttir.

Ég hef unnið sem þjónn bæði á hóteli og veitingastað og svo mikið unnið sveitastörf, bæði heima og á öðrum bæjum. Einnig vann ég mörg sumur við sorphirðu hjá gámafélaginu og aðeins við póstdreifingu.

Ég stunda mikla líkamsrækt og vil efla áhuga og aðbúnað til þess hér í sveit. Einnig vil ég beita mér að umhverfismálum og þá sér í lagi leiðir sem Sveitarfélagið getur stuðlað að til að auka nýtingu og endurvinnslu lífræns úrgangs innan sveitafélagsins.


Ástæða þess að ég bauð mig fram til að vera með á lista til sveitarstjórnarkosninga er að ég vil beita mér fyrir vel reknu og öflugu sveitarfélagi sem getur boðið íbúum upp á eins góða þjónustu og öryggi eins og hægt er. 














7. sæti: TeamMember

©2022 samvinnulistinn.

bottom of page