SAMVINNULISTINN
X-L

9. sæti
Haraldur Ívar Guðmundsson
Aldur : 34 ára.
Hjúskaparstaða : Ég er í sambandi með Ewu Dabrowska
Menntun : Ég er stúdent af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi, með sveinspróf í húsasmíði sömuleiðis frá FSu og búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Með og eftir skólagönguna vann ég sem smiður hjá Vörðufelli á Selfossi í 12 ár og í gæslu á börum og böllum þangað til að ég ákvað að koma heim í sveitina og gerast bóndi, sem ég er nú búinn að vera í 3 ár með mínar 40 kýr, hund og ketti.
Ég er félagi í Lionsklúbbnum Dynki sem starfar í sveitarfélaginu og er formaður Búnaðarfélags Skeiðahrepps.
Ég hef verið viðloðinn sveitarstjórnarmálunum í nú 8 ár með nefndarstörfum og setu sem varamaður í sveitarstjórn og er tilbúin að halda áfram að starfa fyrir hag sveitarfélagsins og samfélagsins í heild sinni í framtíðinni.